Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 08:45 Lögreglubílarnir fimm vöktu athygli vegfarenda í miðborginni í gær, enda ekki ætlast til þess að bílum sé lagt á Lækjartorgi. Vísir/kjartan Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28