Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 12:45 Kista með líkamsleifum Franco var flutt með þyrlu til einkagrafreits fjölskyldu hans í nágrenni Madridar. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn. Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn.
Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44