Kaupendur Núps vilja höfða til fólks sem vill fara sér hægt Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 15:44 Mannvirkin á Núpi eru umfangsmikil og saman eru þau um 4.600 fermetrar. Félagið HérNú hefur keypt skólahúsin á Núpi í Dýrafirði af íslenska ríkinu. Aðili sem kemur að kaupunum segir að til standi að byggja upp og gera eitthvað úr mannvirkjunum á Núpi. Nákvæmlega hvað liggi þó ekki fyrir enn. Sagt var frá kaupunum á vef BB í gær og þar kom fram að kaupin hafi verið frágengin í byrjun mánaðarins og búið sé að afhenda eignirnar.Hafsteinn Helgason er einn þriggja eigenda Núps.Arctic CircleHafsteinn Helgason, einn eiganda Núps, segir í samtali við Vísi að Vestfirðir séu góður staður fyrir þá sem vilji ekki taka þátt í massatúrisma. Eigendur HérNú vilji höfða til fólks sem vilji fara sér hægt, hlusta og fugla og vindinn í klettunum. Fólk sem vilji sjá annað en hveri og fossa. Óspillt fjöll og sjó. Framtíðin sé þó enn í mótun. Hafsteinn á þriðjungshlut í HérNú á móti þeim Indriða Benediktssyni og Þorsteini Jónssyni. Mannvirkin á Núpi eru umfangsmikil og saman eru þau um 4.600 fermetrar. Þar er skóli og tvær heimavistir, sundlaug, íþróttasalur og ýmislegt fleira. Ríkiskaup auglýstu Núp til sölu árið 2017. Á árum áður var starfræktur unglingaskóli og var honum breytt í héraðsskóla árið 1927. Sá skóli var starfræktur allt til ársins 1992. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Félagið HérNú hefur keypt skólahúsin á Núpi í Dýrafirði af íslenska ríkinu. Aðili sem kemur að kaupunum segir að til standi að byggja upp og gera eitthvað úr mannvirkjunum á Núpi. Nákvæmlega hvað liggi þó ekki fyrir enn. Sagt var frá kaupunum á vef BB í gær og þar kom fram að kaupin hafi verið frágengin í byrjun mánaðarins og búið sé að afhenda eignirnar.Hafsteinn Helgason er einn þriggja eigenda Núps.Arctic CircleHafsteinn Helgason, einn eiganda Núps, segir í samtali við Vísi að Vestfirðir séu góður staður fyrir þá sem vilji ekki taka þátt í massatúrisma. Eigendur HérNú vilji höfða til fólks sem vilji fara sér hægt, hlusta og fugla og vindinn í klettunum. Fólk sem vilji sjá annað en hveri og fossa. Óspillt fjöll og sjó. Framtíðin sé þó enn í mótun. Hafsteinn á þriðjungshlut í HérNú á móti þeim Indriða Benediktssyni og Þorsteini Jónssyni. Mannvirkin á Núpi eru umfangsmikil og saman eru þau um 4.600 fermetrar. Þar er skóli og tvær heimavistir, sundlaug, íþróttasalur og ýmislegt fleira. Ríkiskaup auglýstu Núp til sölu árið 2017. Á árum áður var starfræktur unglingaskóli og var honum breytt í héraðsskóla árið 1927. Sá skóli var starfræktur allt til ársins 1992.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira