Franco grafinn upp í óþökk afkomenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 19:00 Öfgamenn mótmæltu því í dag að Franco væri grafinn upp. AP/Manu Fernandez Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð. Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð.
Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira