Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2019 18:30 Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent