Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2019 18:30 Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00