Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2019 07:30 Suðurlandsvegur var lokaður við Hádegismóa vegna slyssins. Vísir/Sigurjón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13