Þrátt fyrir játningu varð seinagangur til þess að ákæra fyrir líkamsárás var aldrei gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 19:00 Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira