Draumurinn að verða heimavinnandi húsfaðir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. október 2019 10:00 "Ég ákvað að skoða betur hvað það var sem gerðist þegar ég var lítill drengur“ Fréttablaðið/Anton Björgvin Páll Gústavsson segir frá erfiðri barnæsku og glímu við kvíða og vanlíðan á fullorðinsárum í nýrri bók, Án filters. Í einlægu viðtali segir hann frá því hvers vegna hann ákvað að gera upp líf sitt og hvert hann stefnir. Honum finnst föðurhlutverkið mjög mikilvægt og í lok ferils síns á hann sér þann draum að verða heimavinnandi húsfaðir. Það er auðveldara en áður að villast af leið, glansmyndirnar gera það að verkum að mínu mati,“ segir Björgvin Páll Gústavsson handboltamaður sem ætlar að flytja heim til Íslands frá Danmörku næsta sumar. Hann tilkynnti forsvarsmönnum Skjern ákvörðun sína fyrir nokkru. Björgvin hefur verið í atvinnumennsku ytra í ellefu ár og segir ákvörðun sína og fjölskyldunnar um að f lytja heim snúa að því að verða betri manneskja. Styrkja fjölskyldu- og vinabönd og huga að andlegri heilsu. „Árangur getur stundum leitt fólk af réttri leið. Hann er svolítið hættulegur. Þá finnur maður fyrst fyrir tóminu. Jim Carrey leikari hefur velt þessu fyrir sér og sagðist óska sér að allir fengju að prófa að verða ríkir og frægir. Þá fyndi fólk fyrir tómarúminu innra með sér. Það er ævilangt verkefni að takast á við það að vera góð manneskja og gæta að andlegri heilsu sinni. Þetta er sérstaklega vandasamt í dag því samfélagið okkar er fullt af glansmyndum. Samkvæmt Instagram lifa allir hinu fullkomna lífi. Ég er ekki á móti því að fólk setji inn fallegar myndir úr fríinu. En hið góða líf er bara ósköp venjulegur hversdagur. Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar. Þær eru faldar í hverjum degi. Þær eru í rútínunni. Þegar þú sækir börnin í leikskólann, þegar þú ert með þeim að lita í stofunni heima.“Kyngdi stoltinu Björgvin Páll segist hafa þurft að kyngja stoltinu þegar hann tók ákvörðun um að breyta um áherslur og svo að hætta loks hjá Skjern. „Það að kyngja egóinu og hætta að hugsa allt út frá sjálfum sér var það mikilvægasta sem ég hef gert á mínum ferli. Bæði sem handboltamaður og manneskja. Ég ákvað að styðja við árangur liðsins með því að styrkja upprennandi markmann. Það var það rétta að gera fyrir liðið og hinum markmanni liðsins gekk betur og betur. Hann var valinn leikmaður ársins hjá klúbbnum, markmaður ársins í Danmörku. Ég fékk fyrir vikið minni og minni spilatíma og setti mig sjálfur í þá stöðu að vera í slakri leikæfingu og ekki eins spennandi kostur fyrir landsliðsþjálfarann,“ segir Björgvin Páll sem segist þrátt fyrir það vera sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég stend fyllilega við þá ákvörðun að láta mér standa á sama um hver stóð í markinu eins lengi og liðið náði árangri. Þetta hljómar sem eðlileg hugsun innan liðsíþróttar en að mörgu leyti eru íþróttamenn og þá sérstaklega í atvinnumennsku í ákveðinni samkeppni við liðsfélaga sína um stöðu í liðinu. Þetta er ómeðvitað kennt upp alla yngri flokka. Það að bera sig saman við aðra og eins er það mjög ríkt, sérstaklega í íslensku samfélagi, að bera sig saman við náungann. Þegar maður eldist og þroskast fer aðeins að draga úr þessu og maður byrjar hægt og rólega að af læra mikið af þessum hlutum. Það verður bara að koma í ljós hvort þessi leið muni á endanum gera mig að betri markmanni til lengri tíma litið.“Björgvin Páll með Emilíu og Einari Leó, eiginkonu sinni Karen og dóttur sinni Emmu. „Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar,“ segir hann. Mynd/Line Thorø ØsterbyFjölskylduvænt líf í Danmörku Þótt Björgvin Pál og eiginkonu hans, Karen Einarsdóttur, langi til að flytja heim hefur lífið verið fjölskyldunni gott í smábænum Skjern í Danmörku. „Þetta er fjölskylduvænt samfélag, við erum með þrjá litla orma og sjáum ekki eftir því að hafa saman tekið ákvörðun um að flytja hingað fyrir einu og hálfu ári síðan,“ segir Björgvin Páll. Þau Karen eiga saman tvíburana Emilíu og Einar Leó, sem eru tæplega tveggja ára gömul, og þá áttu þau fyrir sex ára gamla stúlku, hana Emmu.„Emma okkar naut þess að vera með okkur foreldrana með sér fyrstu tvö árin hér heima. Við Karen ákváðum að gera það líka fyrir tvíburana og viljum vera mikið til staðar fyrir þá þessi fyrstu ár í lífi þeirra. Nú eru þeir hluta dags á ungbarnaleikskóla hér í Skjern og það er gott fyrir þá líka,“ segir Björgvin Páll og lýsir degi í lífi fjölskyldunnar. „Eldri stelpan mín er í haustfríi í skólanum svo Karen og hún ætla að eiga saman gæðadag. Ég fer á æfingu og eftir hana sæki ég krílin á leikskólann og fer á danska hjólinu mínu, svona kassahjóli sem þeir geta setið báðir í. Það er ofsalega fallegt og ljúft haustveður og ég hlakka alltaf svo til að sækja þá. Hér í Danmörku eru engar brekkur að drepa mann og ekkert lárétt rok beint í andlitið. Þetta er oft uppáhaldstími dagsins. Svo er það fjölskyldulífið sem tekur við seinnipartinn, eða úlfatíminn, eins og sumir kalla þennan tíma dags,“ segir Björgvin sposkur. „Krakkarnir eru auðvitað í misjöfnu skapi þegar þau koma heim og maður þarf því svolítið að fara eftir líðan þeirra, hvað við gerum saman. Hvort við perlum eða litum, bökum eða förum út að gera eitthvað.“ Draumurinn að verða heimavinnandi húsfaðir segir Björgvin PállFréttablaðið/AntonNiðurbrot og uppgjör Færsla Björgvins Páls á Facebook þar sem hann lýsir andlegum erfiðleikum í upphafi árs hefur vakið mikla athygli. Björgvin segir frá því þegar hann sat fyrir utan dómkirkjuna í Köln í janúar síðastliðnum, um miðja nótt, eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Frökkum á HM. „Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda niðdimmt, mið nótt og hávetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta,“ sagði Björgvin Páll á Facebook.Færslan er úr upphafskafla ævisögu hans: Án filters, sem hann gaf út í vikunni og fyrsta kafla bókarinnar má lesa hér aftar í viðtalinu.„Þegar ég og þú ræddum saman í viðtali fyrir nærri tveimur árum síðan var einhver úrvinnsla farin af stað hjá mér. En svo kom þetta af fullum krafti upp á yfirborðið í janúar á þessu ári. Ég ætlaði mér aldrei að skrifa ævisögu. Sá það alls ekki fyrir mér en eftir að ég brotnaði niður í upphafi árs fór ég að púsla saman lífi mínu. Sjá hlutina í betra samhengi og skrifa. Ég ákvað síðan að gefa þetta út fyrir aðra því fleiri eru að glíma við svipaða líðan,“ segir hann.Björgvin Páll segist hafa fundið fyrir sterkum tilgangi. Hann vildi nýta andlegt niðurbrot sitt til að byggja sig upp og kortleggja ferðalagið fyrir aðra.„Ég vildi líka skoða það af hverju ég bjó til þessa leið, að verða þessi geðveiki karakter innan vallar. Þegar mín raunverulegu gildi eru mjúk. Að vera góður pabbi og leggja rækt við fjölskylduna. Ég er í raun að jarða egóið og lokakaflinn í því var nú að klippa mig stutt. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið en mig hefur oft langað að klippa mig en ég fylltist kvíða við tilhugsunina. Það er gott að horfa í spegilinn á þennan stuttklippta mann. Því í huga mér er ég nú endanlega búinn að kveðja ímynd harða handboltamannsins,“ segir Björgvin Páll.Ég er ekki villtur og brjálaður Björgvin er fæddur á Hvammstanga árið 1985 en f lutti í Kópavoginn fjögurra ára gamall. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Pabbi hans varð eftir á Hvammstanga og samband foreldra hans var ekki gott og samskiptin lítil. Uppgjör Björgvins Páls hófst fyrir nokkrum árum. Hann glímdi við mikla vanlíðan og hegðunarörðugleika og dvaldi um tíma á BUGL eftir að hafa verið tekinn með hníf í skólanum átta ára gamall. Heimilisaðstæður hans áttu þátt í vandanum. „Ég stend við það sem ég sagði, ég á handboltanum bæði líf mitt og barnanna að þakka. Ég fann stað þar sem ég gat notið mín og fengið heilbrigða útrás. En hann var hins vegar engin töfralausn, vandamálin fóru ekkert.“ Björgvin Páll fékk að skoða skjöl sem voru til um hann í kerfinu og það var erfitt fyrir hann að lesa þau á sínum tíma. Þetta voru skjöl frá ýmsum stöðum; allt frá barnaverndaryfirvöldum til bréfa frá umsjónarkennara hans í grunnskóla. „Ég ákvað að skoða betur hvað það var sem gerðist þegar ég var lítill drengur. Reyna að átta mig á því. Færa þennan dreng nær mér. Ég hafði búið til einhver skil þarna á milli og síðan fest mig við aðra ímynd, hinn sterka handboltamann. Ég ákvað að rífa og skemma ímyndina sem fólk hefur af mér og sem ég samsamaði mig stundum líka. Ég er ekki villtur og brjálaður. Ég er blíður, mjúkur og rólegur. Og hef alltaf verið það og haft þörf fyrir að vera nákvæmlega þannig. En kannski var ekki pláss fyrir þannig dreng og þess vegna var ég erfiður á skólalóðinni. Þegar ég var lítill snerist allt um að vera bestur og betri en hinn. Að sýna hvað maður getur. Ég var að leita að einhverri útrás og var reiður og hræddur. Að lokum fann ég útrásina sem ég þurfti í handboltanum og hætti að vera erfiður á skólalóðinni. En þessar mjúku hliðar héldu áfram að vera vanræktar,“ segir hann. Kafli úr bók BjörgvinsGrafík/FréttablaðiðErfið lífsreynsla Björgvin deilir með lesendum mjög persónulegum upplýsingum um líðan sína í æsku á BUGL og erfiðar heimilisaðstæður. „Í pappírunum mínum frá BUGL er viðtal við mig þar sem ég óska þess að foreldrum mínum þætti vænna um mig og ég fengi að vera meira með þeim,“ segir Björgvin frá. Hann spyr sig oft hvað hefði gerst hefði hann verið settur á lyf. „Handboltinn var mitt lyf. En var það rétt ákvörðun að setja mig ekki á lyf? Ég er ekki viss um það en álasa ekki móður minni sem þvertók fyrir að ég yrði settur á rítalín.“ Hann tekur fram að hann sé alls ekki að dæma foreldra sína og það fólk sem ól hann upp. Þau hafi ekki haft tíma eða ráð til að annast hann. Vandinn hafi verið orðinn of flókinn. Hann segist einnig náinn móður sinni og hafa átt sterkt vinasamband við hana sem varð stundum flókið því hún átti við drykkjuvandamál að stríða og glímdi við vanlíðan. Hann axlaði mjög ungur þunga ábyrgð. Hann deilir erfiðri minningu í bókinni sem lýsir vel heimilisaðstæðum. Árið 2001 þegar Björgvin var sextán ára gamall gerði móðir hans eina af mörgum tilraunum til þess að svipta sig lífi. Björgvin var heima og gætti systur sinnar sem var þá sjö ára gömul. Honum var mjög umhugað um að systir hans yrði ekki vitni að því sem væri að gerast. „Upp frá þessum degi leið mér eins og ég bæri ábyrgð á því að ekkert kæmi fyrir hana,“ segir Björgvin. Börn þurfa foreldra sína Á meðan hann skrifaði minningar sínar varð honum æ oftar hugsað til mikilvægis þess að börn njóti stuðnings foreldra sinna. Fái góðan tíma með þeim. „Það eru ekki öll börn sem þurfa á sálfræðingum eða geðlæknum að halda. Heldur foreldrum sínum. Ég er sannfærður um að mörg barna í vanda þurfa bara á mömmu og pabba að halda. Á Íslandi erum við að berjast við tímann, við vinnum alltof mikið og börnin fá of lítinn tíma með okkur. Við kvörtum yfir skólakerfinu, finnst vandinn hljóta að stafa þaðan. En hvað erum við sjálf að gera fyrir börnin okkar? Við þurfum að horfast í augu við þetta. Við foreldrar þurfum að spyrna við fyrir börnin okkar og krefjast tíma með þeim. Þetta byrjar hjá okkur. Hér í Danmörku eru börn sótt í leikskólann miklu fyrr, þau eru ekki geymd þar til í lok dags. Í mínum draumaheimi væri frábært ef börn fengju að vera heima með foreldrum sínum einn dag í viku. Það væri skólaskylda fjölskyldunnar einn virkan dag í viku. Börn læra svo mikið af foreldrum sínum og þau verða að finna til öryggis. Í fullri einlægni þá get ég sagt þér að minn draumur er að verða heimavinnandi húsfaðir. Ég sé það fyrir mér í lok ferils míns. Og mér finnst það virðingarvert og mikilvægt hlutverk. Ég átta mig alveg á því að það er ekki dæmigert en ég er alinn upp af konum í kvennaheimi. Ég skil hvað þetta er dýrmætt og ég sé líka hvernig samfélagið dregur okkur samt í aðra átt. Í átt að fortíðinni og hinu karllæga. Ég vil ekki að samfélagið fari ofan í þann pytt, haldi áfram að þrengja að tímanum og hinu góða lífi, hversdeginum með börnunum, því það er betra líf í boði. En hvað get ég gert í núinu til þess að framtíðin verði björt? Ég get verið fyrirmynd og reynt að láta gott af mér leiða. Ég er þakklátur fyrir að fá að rækta hlutverk mitt sem faðir, handboltamaður og manneskja. Ég ætla að nálgast hlutverk mitt af auðmýkt og gleði.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 „Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson segir frá erfiðri barnæsku og glímu við kvíða og vanlíðan á fullorðinsárum í nýrri bók, Án filters. Í einlægu viðtali segir hann frá því hvers vegna hann ákvað að gera upp líf sitt og hvert hann stefnir. Honum finnst föðurhlutverkið mjög mikilvægt og í lok ferils síns á hann sér þann draum að verða heimavinnandi húsfaðir. Það er auðveldara en áður að villast af leið, glansmyndirnar gera það að verkum að mínu mati,“ segir Björgvin Páll Gústavsson handboltamaður sem ætlar að flytja heim til Íslands frá Danmörku næsta sumar. Hann tilkynnti forsvarsmönnum Skjern ákvörðun sína fyrir nokkru. Björgvin hefur verið í atvinnumennsku ytra í ellefu ár og segir ákvörðun sína og fjölskyldunnar um að f lytja heim snúa að því að verða betri manneskja. Styrkja fjölskyldu- og vinabönd og huga að andlegri heilsu. „Árangur getur stundum leitt fólk af réttri leið. Hann er svolítið hættulegur. Þá finnur maður fyrst fyrir tóminu. Jim Carrey leikari hefur velt þessu fyrir sér og sagðist óska sér að allir fengju að prófa að verða ríkir og frægir. Þá fyndi fólk fyrir tómarúminu innra með sér. Það er ævilangt verkefni að takast á við það að vera góð manneskja og gæta að andlegri heilsu sinni. Þetta er sérstaklega vandasamt í dag því samfélagið okkar er fullt af glansmyndum. Samkvæmt Instagram lifa allir hinu fullkomna lífi. Ég er ekki á móti því að fólk setji inn fallegar myndir úr fríinu. En hið góða líf er bara ósköp venjulegur hversdagur. Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar. Þær eru faldar í hverjum degi. Þær eru í rútínunni. Þegar þú sækir börnin í leikskólann, þegar þú ert með þeim að lita í stofunni heima.“Kyngdi stoltinu Björgvin Páll segist hafa þurft að kyngja stoltinu þegar hann tók ákvörðun um að breyta um áherslur og svo að hætta loks hjá Skjern. „Það að kyngja egóinu og hætta að hugsa allt út frá sjálfum sér var það mikilvægasta sem ég hef gert á mínum ferli. Bæði sem handboltamaður og manneskja. Ég ákvað að styðja við árangur liðsins með því að styrkja upprennandi markmann. Það var það rétta að gera fyrir liðið og hinum markmanni liðsins gekk betur og betur. Hann var valinn leikmaður ársins hjá klúbbnum, markmaður ársins í Danmörku. Ég fékk fyrir vikið minni og minni spilatíma og setti mig sjálfur í þá stöðu að vera í slakri leikæfingu og ekki eins spennandi kostur fyrir landsliðsþjálfarann,“ segir Björgvin Páll sem segist þrátt fyrir það vera sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég stend fyllilega við þá ákvörðun að láta mér standa á sama um hver stóð í markinu eins lengi og liðið náði árangri. Þetta hljómar sem eðlileg hugsun innan liðsíþróttar en að mörgu leyti eru íþróttamenn og þá sérstaklega í atvinnumennsku í ákveðinni samkeppni við liðsfélaga sína um stöðu í liðinu. Þetta er ómeðvitað kennt upp alla yngri flokka. Það að bera sig saman við aðra og eins er það mjög ríkt, sérstaklega í íslensku samfélagi, að bera sig saman við náungann. Þegar maður eldist og þroskast fer aðeins að draga úr þessu og maður byrjar hægt og rólega að af læra mikið af þessum hlutum. Það verður bara að koma í ljós hvort þessi leið muni á endanum gera mig að betri markmanni til lengri tíma litið.“Björgvin Páll með Emilíu og Einari Leó, eiginkonu sinni Karen og dóttur sinni Emmu. „Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar,“ segir hann. Mynd/Line Thorø ØsterbyFjölskylduvænt líf í Danmörku Þótt Björgvin Pál og eiginkonu hans, Karen Einarsdóttur, langi til að flytja heim hefur lífið verið fjölskyldunni gott í smábænum Skjern í Danmörku. „Þetta er fjölskylduvænt samfélag, við erum með þrjá litla orma og sjáum ekki eftir því að hafa saman tekið ákvörðun um að flytja hingað fyrir einu og hálfu ári síðan,“ segir Björgvin Páll. Þau Karen eiga saman tvíburana Emilíu og Einar Leó, sem eru tæplega tveggja ára gömul, og þá áttu þau fyrir sex ára gamla stúlku, hana Emmu.„Emma okkar naut þess að vera með okkur foreldrana með sér fyrstu tvö árin hér heima. Við Karen ákváðum að gera það líka fyrir tvíburana og viljum vera mikið til staðar fyrir þá þessi fyrstu ár í lífi þeirra. Nú eru þeir hluta dags á ungbarnaleikskóla hér í Skjern og það er gott fyrir þá líka,“ segir Björgvin Páll og lýsir degi í lífi fjölskyldunnar. „Eldri stelpan mín er í haustfríi í skólanum svo Karen og hún ætla að eiga saman gæðadag. Ég fer á æfingu og eftir hana sæki ég krílin á leikskólann og fer á danska hjólinu mínu, svona kassahjóli sem þeir geta setið báðir í. Það er ofsalega fallegt og ljúft haustveður og ég hlakka alltaf svo til að sækja þá. Hér í Danmörku eru engar brekkur að drepa mann og ekkert lárétt rok beint í andlitið. Þetta er oft uppáhaldstími dagsins. Svo er það fjölskyldulífið sem tekur við seinnipartinn, eða úlfatíminn, eins og sumir kalla þennan tíma dags,“ segir Björgvin sposkur. „Krakkarnir eru auðvitað í misjöfnu skapi þegar þau koma heim og maður þarf því svolítið að fara eftir líðan þeirra, hvað við gerum saman. Hvort við perlum eða litum, bökum eða förum út að gera eitthvað.“ Draumurinn að verða heimavinnandi húsfaðir segir Björgvin PállFréttablaðið/AntonNiðurbrot og uppgjör Færsla Björgvins Páls á Facebook þar sem hann lýsir andlegum erfiðleikum í upphafi árs hefur vakið mikla athygli. Björgvin segir frá því þegar hann sat fyrir utan dómkirkjuna í Köln í janúar síðastliðnum, um miðja nótt, eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Frökkum á HM. „Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda niðdimmt, mið nótt og hávetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta,“ sagði Björgvin Páll á Facebook.Færslan er úr upphafskafla ævisögu hans: Án filters, sem hann gaf út í vikunni og fyrsta kafla bókarinnar má lesa hér aftar í viðtalinu.„Þegar ég og þú ræddum saman í viðtali fyrir nærri tveimur árum síðan var einhver úrvinnsla farin af stað hjá mér. En svo kom þetta af fullum krafti upp á yfirborðið í janúar á þessu ári. Ég ætlaði mér aldrei að skrifa ævisögu. Sá það alls ekki fyrir mér en eftir að ég brotnaði niður í upphafi árs fór ég að púsla saman lífi mínu. Sjá hlutina í betra samhengi og skrifa. Ég ákvað síðan að gefa þetta út fyrir aðra því fleiri eru að glíma við svipaða líðan,“ segir hann.Björgvin Páll segist hafa fundið fyrir sterkum tilgangi. Hann vildi nýta andlegt niðurbrot sitt til að byggja sig upp og kortleggja ferðalagið fyrir aðra.„Ég vildi líka skoða það af hverju ég bjó til þessa leið, að verða þessi geðveiki karakter innan vallar. Þegar mín raunverulegu gildi eru mjúk. Að vera góður pabbi og leggja rækt við fjölskylduna. Ég er í raun að jarða egóið og lokakaflinn í því var nú að klippa mig stutt. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið en mig hefur oft langað að klippa mig en ég fylltist kvíða við tilhugsunina. Það er gott að horfa í spegilinn á þennan stuttklippta mann. Því í huga mér er ég nú endanlega búinn að kveðja ímynd harða handboltamannsins,“ segir Björgvin Páll.Ég er ekki villtur og brjálaður Björgvin er fæddur á Hvammstanga árið 1985 en f lutti í Kópavoginn fjögurra ára gamall. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Pabbi hans varð eftir á Hvammstanga og samband foreldra hans var ekki gott og samskiptin lítil. Uppgjör Björgvins Páls hófst fyrir nokkrum árum. Hann glímdi við mikla vanlíðan og hegðunarörðugleika og dvaldi um tíma á BUGL eftir að hafa verið tekinn með hníf í skólanum átta ára gamall. Heimilisaðstæður hans áttu þátt í vandanum. „Ég stend við það sem ég sagði, ég á handboltanum bæði líf mitt og barnanna að þakka. Ég fann stað þar sem ég gat notið mín og fengið heilbrigða útrás. En hann var hins vegar engin töfralausn, vandamálin fóru ekkert.“ Björgvin Páll fékk að skoða skjöl sem voru til um hann í kerfinu og það var erfitt fyrir hann að lesa þau á sínum tíma. Þetta voru skjöl frá ýmsum stöðum; allt frá barnaverndaryfirvöldum til bréfa frá umsjónarkennara hans í grunnskóla. „Ég ákvað að skoða betur hvað það var sem gerðist þegar ég var lítill drengur. Reyna að átta mig á því. Færa þennan dreng nær mér. Ég hafði búið til einhver skil þarna á milli og síðan fest mig við aðra ímynd, hinn sterka handboltamann. Ég ákvað að rífa og skemma ímyndina sem fólk hefur af mér og sem ég samsamaði mig stundum líka. Ég er ekki villtur og brjálaður. Ég er blíður, mjúkur og rólegur. Og hef alltaf verið það og haft þörf fyrir að vera nákvæmlega þannig. En kannski var ekki pláss fyrir þannig dreng og þess vegna var ég erfiður á skólalóðinni. Þegar ég var lítill snerist allt um að vera bestur og betri en hinn. Að sýna hvað maður getur. Ég var að leita að einhverri útrás og var reiður og hræddur. Að lokum fann ég útrásina sem ég þurfti í handboltanum og hætti að vera erfiður á skólalóðinni. En þessar mjúku hliðar héldu áfram að vera vanræktar,“ segir hann. Kafli úr bók BjörgvinsGrafík/FréttablaðiðErfið lífsreynsla Björgvin deilir með lesendum mjög persónulegum upplýsingum um líðan sína í æsku á BUGL og erfiðar heimilisaðstæður. „Í pappírunum mínum frá BUGL er viðtal við mig þar sem ég óska þess að foreldrum mínum þætti vænna um mig og ég fengi að vera meira með þeim,“ segir Björgvin frá. Hann spyr sig oft hvað hefði gerst hefði hann verið settur á lyf. „Handboltinn var mitt lyf. En var það rétt ákvörðun að setja mig ekki á lyf? Ég er ekki viss um það en álasa ekki móður minni sem þvertók fyrir að ég yrði settur á rítalín.“ Hann tekur fram að hann sé alls ekki að dæma foreldra sína og það fólk sem ól hann upp. Þau hafi ekki haft tíma eða ráð til að annast hann. Vandinn hafi verið orðinn of flókinn. Hann segist einnig náinn móður sinni og hafa átt sterkt vinasamband við hana sem varð stundum flókið því hún átti við drykkjuvandamál að stríða og glímdi við vanlíðan. Hann axlaði mjög ungur þunga ábyrgð. Hann deilir erfiðri minningu í bókinni sem lýsir vel heimilisaðstæðum. Árið 2001 þegar Björgvin var sextán ára gamall gerði móðir hans eina af mörgum tilraunum til þess að svipta sig lífi. Björgvin var heima og gætti systur sinnar sem var þá sjö ára gömul. Honum var mjög umhugað um að systir hans yrði ekki vitni að því sem væri að gerast. „Upp frá þessum degi leið mér eins og ég bæri ábyrgð á því að ekkert kæmi fyrir hana,“ segir Björgvin. Börn þurfa foreldra sína Á meðan hann skrifaði minningar sínar varð honum æ oftar hugsað til mikilvægis þess að börn njóti stuðnings foreldra sinna. Fái góðan tíma með þeim. „Það eru ekki öll börn sem þurfa á sálfræðingum eða geðlæknum að halda. Heldur foreldrum sínum. Ég er sannfærður um að mörg barna í vanda þurfa bara á mömmu og pabba að halda. Á Íslandi erum við að berjast við tímann, við vinnum alltof mikið og börnin fá of lítinn tíma með okkur. Við kvörtum yfir skólakerfinu, finnst vandinn hljóta að stafa þaðan. En hvað erum við sjálf að gera fyrir börnin okkar? Við þurfum að horfast í augu við þetta. Við foreldrar þurfum að spyrna við fyrir börnin okkar og krefjast tíma með þeim. Þetta byrjar hjá okkur. Hér í Danmörku eru börn sótt í leikskólann miklu fyrr, þau eru ekki geymd þar til í lok dags. Í mínum draumaheimi væri frábært ef börn fengju að vera heima með foreldrum sínum einn dag í viku. Það væri skólaskylda fjölskyldunnar einn virkan dag í viku. Börn læra svo mikið af foreldrum sínum og þau verða að finna til öryggis. Í fullri einlægni þá get ég sagt þér að minn draumur er að verða heimavinnandi húsfaðir. Ég sé það fyrir mér í lok ferils míns. Og mér finnst það virðingarvert og mikilvægt hlutverk. Ég átta mig alveg á því að það er ekki dæmigert en ég er alinn upp af konum í kvennaheimi. Ég skil hvað þetta er dýrmætt og ég sé líka hvernig samfélagið dregur okkur samt í aðra átt. Í átt að fortíðinni og hinu karllæga. Ég vil ekki að samfélagið fari ofan í þann pytt, haldi áfram að þrengja að tímanum og hinu góða lífi, hversdeginum með börnunum, því það er betra líf í boði. En hvað get ég gert í núinu til þess að framtíðin verði björt? Ég get verið fyrirmynd og reynt að láta gott af mér leiða. Ég er þakklátur fyrir að fá að rækta hlutverk mitt sem faðir, handboltamaður og manneskja. Ég ætla að nálgast hlutverk mitt af auðmýkt og gleði.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 „Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00
Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00
„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. 21. október 2019 10:00