Demian Maia hengdi Ben Askren Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 16:30 UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00