Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 21:24 Trump lýsti aðgerðinni gegn Bagdadi í hrikalegum smáatriðum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22