Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2019 21:36 Dýrafjarðargöng, án heilsársvegar um Dynjandisheiði, hafa verið nefnd dýrasti botnlangi Íslands. Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði, miðað við drög að samgönguáætlun, en samkvæmt henni hefst uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nú þegar styttist í opnun Dýrafjarðarganga, sem áætluð er eftir tæpt ár, verður sú spurning áleitnari: Hvað með framhaldið? Frá Dýrafjarðargöngum liggur nefnilega einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins, alls sjötíu kílómetrar frá Mjólkárvirkjun til Flókalundar og svo af heiðinni til Bíldudals.Gatnamót Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýrafjarðargöngum hefur verið lýst sem dýrasta botnlanga landsins meðan ekki kemur vegur yfir Dynjandisheiði. Sveitarstjórnarmenn segja tómt mál að tala um samstarf og sameiningu innan Vestfjarða meðan ekki er hægt að komast akandi á milli. „Ísfirðingar geta ekki mætt á bæjarstjórnarfundi hér í Vesturbyggð og Tálknafirði ef ekki kemur almennilegur vegur. Það er ekki nóg fyrir þá að mæta hingað bara á sumrin. Þeir verða að geta komist líka hingað á bæjarstjórnarfundi á veturna,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði. Það gætu verið sex ár í að Dynjandisheiðin klárist, miðað við nýjustu áætlun. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Án ábyrgðar þá getum við kannski sagt það að það er svona innan tveggja ára sem þetta verk ætti að vera komið í gang,“ svarar Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, spurður um endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði, miðað við nýjustu upplýsingar um samgönguáætlun. „Ef þetta er fullfjármagnað og gengur vel þá eru menn að búast við að þetta sé verkefni sem taki að minnsta kosti þrjú ár til viðbótar. Þannig að þá, - nú er að detta 2020 á næsta ári, - eigum við ekki að segja það að við skulum hittast haustið 2025 og vonast til að þá verði farið á sjá í endann á þessu,“ segir yfirverkstjórinn.Hringvegur 2, Vestfjarðahringurinn.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En fleira hangir á spýtunni, draumurinn um Vestfjarðahringinn, hringveg tvö, sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum er byrjuð að undirbúa. „Vestfjord Circle held ég að það verði látið heita, sem verður svona ferðamannaaðdráttarafl fyrir okkur, og á að vera jafngildi hins hringvegarins,“ segir sveitarstjóri Tálknafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. 19. desember 2017 12:15 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði, miðað við drög að samgönguáætlun, en samkvæmt henni hefst uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nú þegar styttist í opnun Dýrafjarðarganga, sem áætluð er eftir tæpt ár, verður sú spurning áleitnari: Hvað með framhaldið? Frá Dýrafjarðargöngum liggur nefnilega einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins, alls sjötíu kílómetrar frá Mjólkárvirkjun til Flókalundar og svo af heiðinni til Bíldudals.Gatnamót Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýrafjarðargöngum hefur verið lýst sem dýrasta botnlanga landsins meðan ekki kemur vegur yfir Dynjandisheiði. Sveitarstjórnarmenn segja tómt mál að tala um samstarf og sameiningu innan Vestfjarða meðan ekki er hægt að komast akandi á milli. „Ísfirðingar geta ekki mætt á bæjarstjórnarfundi hér í Vesturbyggð og Tálknafirði ef ekki kemur almennilegur vegur. Það er ekki nóg fyrir þá að mæta hingað bara á sumrin. Þeir verða að geta komist líka hingað á bæjarstjórnarfundi á veturna,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði. Það gætu verið sex ár í að Dynjandisheiðin klárist, miðað við nýjustu áætlun. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Án ábyrgðar þá getum við kannski sagt það að það er svona innan tveggja ára sem þetta verk ætti að vera komið í gang,“ svarar Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, spurður um endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði, miðað við nýjustu upplýsingar um samgönguáætlun. „Ef þetta er fullfjármagnað og gengur vel þá eru menn að búast við að þetta sé verkefni sem taki að minnsta kosti þrjú ár til viðbótar. Þannig að þá, - nú er að detta 2020 á næsta ári, - eigum við ekki að segja það að við skulum hittast haustið 2025 og vonast til að þá verði farið á sjá í endann á þessu,“ segir yfirverkstjórinn.Hringvegur 2, Vestfjarðahringurinn.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En fleira hangir á spýtunni, draumurinn um Vestfjarðahringinn, hringveg tvö, sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum er byrjuð að undirbúa. „Vestfjord Circle held ég að það verði látið heita, sem verður svona ferðamannaaðdráttarafl fyrir okkur, og á að vera jafngildi hins hringvegarins,“ segir sveitarstjóri Tálknafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. 19. desember 2017 12:15 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. 19. desember 2017 12:15
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37