Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:44 Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22