Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. október 2019 10:15 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun