Komu að konu sem hafði verið látin í íbúð í Madríd í fimmtán ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 10:30 Puerta del Sol í Madríd. Getty Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul. Spánn Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul.
Spánn Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira