Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 11:49 Fjöldi fólks hefur leitað á bráðamóttökuna í morgun vegna hálkuslysa. vísir/vilhelm 25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira