Telur uppruna mannsins í Botsvana Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. október 2019 06:45 Svæðið sunnan við Zambesi-fljót einkennist af saltlagi. Nordicphotos/Getty „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Sjá meira
„Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Sjá meira