Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 13:55 Staðan á Reykjalundi er grafalvarleg að mati sálfræðinganna níu sem þar starfa. Vísir/vilhelm Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52