Fagra Flórída á Hringbraut Pétur Sigurðsson skrifar 29. október 2019 15:55 Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html# Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html#
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar