Kinu: Ég hata ekki Ísland Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2019 17:36 Kinu Rochford í leik með Þór Þorlákshöfn. vísir/vilhelm Körfuboltakappinn Kinu Rochford hjá Hamri segist alls ekki hata Ísland eins og hann lét í skína á tísti á Twitter fyrr í dag. Hann hefur fjarlægt tístið. „Ég hata ekki Ísland. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ég á íslenska kærustu og fólk á Íslandi hefur komið mjög vel fram við mig. Ég var svekktur yfir ákveðnum hlutum tengdum körfubolta er ég skrifaði þetta,“ sagði Kinu í spjalli við Vísi nú síðdegis. Kinu skrifaði í tístinu umrædda að „honum hefði líkað að vera hér á Íslandi en nú hataði hann það“. Hann segist ekki hafa meint það svona bókstaflega. „Ég er vinalegur náungi og kem vel fram við fólk. Ég hef lagt mig fram um að gefa af mér og vinna með krökkum. Það finnst mér rosalega gaman og fátt sem gleður mig meira en að sjá krakkana „hræra í pottunum“ eins og ég geri. Ég hata Ísland alls ekki. Fólk misskilur mig stundum og ég hata það en ég hata ekki Ísland.“ Kinu varð fyrir grófu kynþáttaníði í upphafi leiktíðar er hann lék á Höfn í Hornafirði en hefur reynt að láta það ekki trufla sig of mikið. Honum þykir vænt um Íslendinga og líður almennt vel hér á landi. „Það gengur vel hjá liðinu og við erum 5-0. Ég hef lagt neikvæða hluti til hliðar og er að einbeita mér að því að hjálpa liðinu að komast upp í Dominos-deildina,“ segir Kinu og bætti við. „Ef ég hataði Ísland þá hefði ég aldrei komið til baka. Ég var æstur í að koma aftur og vil endilega að fólk viti það.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kinu hatar að vera á Íslandi | Biður Allah um að halda rasistunum fjarri Einn dáðasti leikmaður Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð, Kinu Rochford, hefur ekki átt sjö dagana sæla með Hamri í 1. deildinni. 29. október 2019 12:28 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Körfuboltakappinn Kinu Rochford hjá Hamri segist alls ekki hata Ísland eins og hann lét í skína á tísti á Twitter fyrr í dag. Hann hefur fjarlægt tístið. „Ég hata ekki Ísland. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ég á íslenska kærustu og fólk á Íslandi hefur komið mjög vel fram við mig. Ég var svekktur yfir ákveðnum hlutum tengdum körfubolta er ég skrifaði þetta,“ sagði Kinu í spjalli við Vísi nú síðdegis. Kinu skrifaði í tístinu umrædda að „honum hefði líkað að vera hér á Íslandi en nú hataði hann það“. Hann segist ekki hafa meint það svona bókstaflega. „Ég er vinalegur náungi og kem vel fram við fólk. Ég hef lagt mig fram um að gefa af mér og vinna með krökkum. Það finnst mér rosalega gaman og fátt sem gleður mig meira en að sjá krakkana „hræra í pottunum“ eins og ég geri. Ég hata Ísland alls ekki. Fólk misskilur mig stundum og ég hata það en ég hata ekki Ísland.“ Kinu varð fyrir grófu kynþáttaníði í upphafi leiktíðar er hann lék á Höfn í Hornafirði en hefur reynt að láta það ekki trufla sig of mikið. Honum þykir vænt um Íslendinga og líður almennt vel hér á landi. „Það gengur vel hjá liðinu og við erum 5-0. Ég hef lagt neikvæða hluti til hliðar og er að einbeita mér að því að hjálpa liðinu að komast upp í Dominos-deildina,“ segir Kinu og bætti við. „Ef ég hataði Ísland þá hefði ég aldrei komið til baka. Ég var æstur í að koma aftur og vil endilega að fólk viti það.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kinu hatar að vera á Íslandi | Biður Allah um að halda rasistunum fjarri Einn dáðasti leikmaður Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð, Kinu Rochford, hefur ekki átt sjö dagana sæla með Hamri í 1. deildinni. 29. október 2019 12:28 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Kinu hatar að vera á Íslandi | Biður Allah um að halda rasistunum fjarri Einn dáðasti leikmaður Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð, Kinu Rochford, hefur ekki átt sjö dagana sæla með Hamri í 1. deildinni. 29. október 2019 12:28