Miklar vonir bundnar við Íra Scorseses EKB skrifar 10. október 2019 09:00 Leikstjórinn Martin Scorsese. Vísir/getty The Irishman, nýjasta mynd Martins Scorsese, var frumsýnd á New York Film Festival á dögunum. Myndin fór vægast sagt vel í áhorfendur og gagnrýnendur keppast við að ausa hana lofi. Kannski ekki von á öðru þar sem Scorsese dregur hér fram stóru byssurnar og teflir fram mafíumyndagoðsögnunum Robert De Niro og Joe Pesci, sem hafa sett sterkan svip á margar af þekktustu myndum hans. Al Pacino er einnig mættur til leiks en hann og De Niro léku báðir í snilldinni The Godfather Part II. Pesci snýr hér aftur fyrir Scorsese eftir að hafa verið sestur í helgan stein á Hollywood-eftirlaunum. Hann var til dæmis á árum áður frábær hjá Scorsese í Raging Bull, The Casino og Goodfellas ásamt De Niro sem var lykilmaður hjá Scorsese þar til Leonardo DiCaprio tók við keflinu. The Irishman var ekki auðveld í fæðingu hjá Scorsese en það tók hann tólf ár að fá einhvern til þess að fjármagna gerð hennar. Kvikmyndin, sem er byggð á sannsögulegum atburðum í tengslum við hvarfið á verkalýðsforingjanum gerspillta Jimmy Hoffa, er rúmir þrír tímar að lengd og ekkert var til sparað við gerð hennar. Þegar upp var staðið var það Netflix sem samþykkti að fjármagna þennan stórvirkisdraum Scorseses en streymisveitan hefur að undanförnu komið að framleiðslu hverrar stórmyndarinnar á fætur annarri. Til dæmis The King, The Laundromat að ógleymdri Roma sem gerði mikla lukku í fyrra. Írinn verður því einungis í stuttan tíma í bíóhúsum í Bandaríkjunum en verður síðan aðgengileg á Netflix. Skiptar skoðanir eru á þessum umsvifum efnisveitunnar þar sem mörgum finnst að stórvirki sem þetta eigi heima á breiðtjaldi þar sem fagurfræðin og hvert smáatriði fái að njóta sín. Pirringurinn nú er bergmál af því sama og heyrðist víða þegar Roma var sýnd á Netf lix en hún þótti framúrskarandi í sinni fagurfræði og endaði með tíu Óskarsverðlaunatilnefningar. De Niro, Pacino og Pesci eru allir taldir eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir Írann og alls ekki ólíklegt að Scorsese sjálfur hljóti eina slíka enda eru allir þessir herramenn alvanir slíkum tilnefningum þótt misvel hafi gengið að landa verðlaununum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
The Irishman, nýjasta mynd Martins Scorsese, var frumsýnd á New York Film Festival á dögunum. Myndin fór vægast sagt vel í áhorfendur og gagnrýnendur keppast við að ausa hana lofi. Kannski ekki von á öðru þar sem Scorsese dregur hér fram stóru byssurnar og teflir fram mafíumyndagoðsögnunum Robert De Niro og Joe Pesci, sem hafa sett sterkan svip á margar af þekktustu myndum hans. Al Pacino er einnig mættur til leiks en hann og De Niro léku báðir í snilldinni The Godfather Part II. Pesci snýr hér aftur fyrir Scorsese eftir að hafa verið sestur í helgan stein á Hollywood-eftirlaunum. Hann var til dæmis á árum áður frábær hjá Scorsese í Raging Bull, The Casino og Goodfellas ásamt De Niro sem var lykilmaður hjá Scorsese þar til Leonardo DiCaprio tók við keflinu. The Irishman var ekki auðveld í fæðingu hjá Scorsese en það tók hann tólf ár að fá einhvern til þess að fjármagna gerð hennar. Kvikmyndin, sem er byggð á sannsögulegum atburðum í tengslum við hvarfið á verkalýðsforingjanum gerspillta Jimmy Hoffa, er rúmir þrír tímar að lengd og ekkert var til sparað við gerð hennar. Þegar upp var staðið var það Netflix sem samþykkti að fjármagna þennan stórvirkisdraum Scorseses en streymisveitan hefur að undanförnu komið að framleiðslu hverrar stórmyndarinnar á fætur annarri. Til dæmis The King, The Laundromat að ógleymdri Roma sem gerði mikla lukku í fyrra. Írinn verður því einungis í stuttan tíma í bíóhúsum í Bandaríkjunum en verður síðan aðgengileg á Netflix. Skiptar skoðanir eru á þessum umsvifum efnisveitunnar þar sem mörgum finnst að stórvirki sem þetta eigi heima á breiðtjaldi þar sem fagurfræðin og hvert smáatriði fái að njóta sín. Pirringurinn nú er bergmál af því sama og heyrðist víða þegar Roma var sýnd á Netf lix en hún þótti framúrskarandi í sinni fagurfræði og endaði með tíu Óskarsverðlaunatilnefningar. De Niro, Pacino og Pesci eru allir taldir eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir Írann og alls ekki ólíklegt að Scorsese sjálfur hljóti eina slíka enda eru allir þessir herramenn alvanir slíkum tilnefningum þótt misvel hafi gengið að landa verðlaununum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira