Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 13:51 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, ræddi við fréttamenn að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu. Vísir/arnar Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira