Matthías: Algjör draumur Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. október 2019 21:43 Matthías Orri er hér til hægri. vísir/vilhelm „Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
„Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00