Fótbolti

Strákarnir okkar heimsóttu Grensásdeild Landspítalans

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð og Gylfi ásamt Aroni Sigurvinssyni
Alfreð og Gylfi ásamt Aroni Sigurvinssyni Instagram
Íslensku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku sér örstutta pásu frá undirbúningi fyrir stórleik dagsins í gær þegar þeir heimsóttu endurhæfingardeild Landspítalans á Grensás.

Frá þessu er greint á Íslendingavaktinni.

Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, var með í för.

Á Grensás er fjölbreyttum hópi sjúklinga sinnt sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. 

Á meðal sjúklinga er knattspyrnumaðurinn Aron Sigurvinsson sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tveimur mánuðum en hann hefur spilað með Fjarðabyggð, Huginn og Elliða í neðri deildunum hér á landi.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni fór vel á með þeim félögum en þeir Alfreð og Gylfi eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir etja kappi við heimsmeistara Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×