Pavel: Við erum ekki lið Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:32 Pavel Ermolinskij. vísir Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15