HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 17:31 Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira