„Vanhugsað“ að refsa trúfélögum fyrir mismunun gegn hinsegin fólki Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 19:08 Buttigieg hefur vakið mikla athygli í kosningabaráttu sinni. Vísir/Getty Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira