Heimsmeistari í andahvísli vann leik í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2019 13:30 Hodges leiðir sitt lið til leiks í gær. vísir/getty Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019 NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019
NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00