Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 11:41 Vegagerðin segist þurfa að mæta hallarekstri Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár. Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár.
Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira