Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 11:41 Vegagerðin segist þurfa að mæta hallarekstri Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár. Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár.
Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira