Trump sagður fordæma „óhugnanlegt“ myndband sem sýnt var í golfklúbbi hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 15:30 Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30