Lögreglumaður afhenti ofbeldismanni upplýsingar um fórnarlamb Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 18:52 Saksóknari í málinu sagði að um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Vísir/Getty Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra. Ástralía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra.
Ástralía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira