Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 20:05 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“ Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“
Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11