Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 17:00 Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30
Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48