Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2019 16:49 Loftárásir hafa komið verulega niður á almennum borgurum. AP/Lefteris Pitarakis Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en ekkert annað hafi verið í boði. Ljóst sé að þörf íbúa svæðisins sé gífurleg. Frá níunda október hafi hjálparstarfsmenn þurft að flýja átök í sjö bæjum og borgum.Mikill hraði vendinga á átakasvæðinu gerði samtökunum ómögulegt að veita íbúum þjónustu. „Fólk norðausturhluta Sýrlands hefur þegar þurft að þola átök og óvissu um árabil. Þessar nýjustu vendingar hafa einungis aukið þörfina á mannúðaraðstoð en þrátt fyrir það er ómögulegt að veita hana vegna mikils óöryggis,“ er haft eftir Robert Onus, yfirmanni MSF í Sýrlandi. Samtökin hafa ekki aðeins verið að veita læknisaðstoð heldur var verið að útvega þúsundum þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín, teppi, vatn og aðrar nauðsynjar. Í gærkvöldi áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um 160 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín. BREAKING: Due to the volatile situation in northeast #Syria, MSF has been forced to suspend the majority of its activities and evacuate all international staff from the region as their safety cannot be guaranteed.https://t.co/n4nglUNFIm— MSF UK Press Office (@MSF_Press) October 15, 2019 Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en ekkert annað hafi verið í boði. Ljóst sé að þörf íbúa svæðisins sé gífurleg. Frá níunda október hafi hjálparstarfsmenn þurft að flýja átök í sjö bæjum og borgum.Mikill hraði vendinga á átakasvæðinu gerði samtökunum ómögulegt að veita íbúum þjónustu. „Fólk norðausturhluta Sýrlands hefur þegar þurft að þola átök og óvissu um árabil. Þessar nýjustu vendingar hafa einungis aukið þörfina á mannúðaraðstoð en þrátt fyrir það er ómögulegt að veita hana vegna mikils óöryggis,“ er haft eftir Robert Onus, yfirmanni MSF í Sýrlandi. Samtökin hafa ekki aðeins verið að veita læknisaðstoð heldur var verið að útvega þúsundum þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín, teppi, vatn og aðrar nauðsynjar. Í gærkvöldi áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um 160 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín. BREAKING: Due to the volatile situation in northeast #Syria, MSF has been forced to suspend the majority of its activities and evacuate all international staff from the region as their safety cannot be guaranteed.https://t.co/n4nglUNFIm— MSF UK Press Office (@MSF_Press) October 15, 2019
Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05