Síðasti þáttur Friends var sýndur þann 6. maí árið 2004 en þrátt fyrir það hafa vinsældir þeirra aðeins aukist. Með tilkomu Netflix eru ófáir sem fylgjast reglulega með lífi sexmenninganna í New York-borg og njóta þeir vinsælda hjá mörgum sem voru jafnvel ekki fæddir þegar framleiðslu lauk.
Nú á dögunum birtu leikararnir myndir af hópnum af því tilefni að tuttugu og fimm ár eru liðinn frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Þá nýtti Courtney Cox, sem fer með hlutverk Monicu í þáttunum, tækifærið til þess að gera góðlátlegt grín að vinkonu sinni fyrir að vera ekki á Instagram.
Celebrating a Thursday night 25 years ago. Thank you to all of our loyal fans across the world. You’ve certainly been there for us! I love these guys! @_schwim_ @lisakudrow @mleblanc #seriouslyjen? #youtoomatthew #friendsView this post on Instagram
A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Sep 19, 2019 at 9:22am PDT
Margir hafa lengi haldið í vonina um einhvers konar framhald þáttanna og sumir jafnvel talað um bíómynd. Leikararnir hafa ekki útilokað það sjálfir þrátt fyrir að margir aðstandendur þáttanna, þar á meðal annar aðalhöfundur þáttanna, sé ekki bjartsýnn á að það verði að veruleika.
„Við kláruðum þetta. Þetta er búið. Við viljum ekki sjá meira af þessu vegna þess að þættirnir enduðu vel fyrir alla,“ sagði David Crane á ráðstefnu á síðasta ári.
Þó að ekki sé útlit fyrir að þættirnir snúi aftur geta þó margir glaðst yfir því að sjá vinina aftur samankomna, þó það sé ekki nema á Instagram.
And now we’re Instagram FRIENDS too. HI INSTAGRAMView this post on Instagram
A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 15, 2019 at 6:03am PDT