Allir nema einn studdu tillögu Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 22:45 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna sem var samþykkt breytt í borgarstjórn í dag. Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum