Lykilatriði fyrir fjármagnsútflæði að heimamarkaðurinn sé í lagi Hörður Ægisson skrifar 16. október 2019 08:00 Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta. „Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfamarkaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, langsamlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöllinni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjálsari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrirtækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjárfesta í stórum stíl erlendis, að heimamarkaðurinn sé í lagi. „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlutfall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaflokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vaxandi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
„Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfamarkaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, langsamlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöllinni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjálsari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrirtækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjárfesta í stórum stíl erlendis, að heimamarkaðurinn sé í lagi. „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlutfall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaflokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vaxandi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira