Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 14:40 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. AP/Manuel Balce Ceneta Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn. Bandaríkin Bretland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira