Myndin með Katrínu Tönju og heimsmeistaranum frumsýnd á kvikmyndahátíð í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 09:30 Veggspjald myndarinnar með þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Tiu-Clair Toomey og Brooke Wells. Mynd/Instagram Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum. CrossFit Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum.
CrossFit Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira