Myndin með Katrínu Tönju og heimsmeistaranum frumsýnd á kvikmyndahátíð í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 09:30 Veggspjald myndarinnar með þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Tiu-Clair Toomey og Brooke Wells. Mynd/Instagram Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum. CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum.
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira