Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 10:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd/Samsett Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30
Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent