Özil opnar sig um árásina í sumar í ítarlegu viðtali Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 16:45 Özil og Kolasinac á góðri stundu. vísir/getty Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás. Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti