Þorvaldur Örlygsson kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 19:00 Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári. Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári.
Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira