Þorvaldur Örlygsson kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 19:00 Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári. Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári.
Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira