Lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 15:02 Blob í sínu náttúrulega umhverfi. Vísir/Parc Xoologique de Paris Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019 Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019
Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira