Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2019 18:00 Sigrún Ósk og Þórunn Kristín ræða við Alejandro Muñoz í Bogota með aðstoð túlks. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30