Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 18:08 Forseti Bandaríkjanna á teig við glæsilegan golfskála National Doral Miami þar sem fundur G7 ríkjanna fer fram. Getty/Johnny Louis Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira