Ítarlegt viðtal við Ed Woodward sem segir starf Solskjær traust: „Enginn er stærri en félagið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 07:30 Ed Woodwar vísir/getty Ed Woodward er í ítarlegu viðtali hjá Sky Sports en stjórnarformaðurinn hjá Manchester United hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Woodward tók þá ákvörðun að ráða Ole Gunnar Solskjær til að leysa Jose Mourinho af hólmi er hann var rekinn í desember. Manchester liðið hefur unnið fimm af síðustu 23 leikjum sínum í deildinni. Woodward og aðrir forráðamenn félagsins hafa legið undir mikilli gagnrýni og hafa borist sögusagnir af því að vinni Solskjær ekki gegn Liverpool á sunnudaginn verði hann látinn fara. Því vísar Woodward á bug. „Ole hefur einnig komið með inn í félagið gamla agann sem hefur kannski vantað síðustu ár. Hann er að byggja lið sem ber virðingu fyrir sögu félagsins þar sem leikmenn leggja mikið á sig og bera virðingu fyrir samherjum sínum,“ sagði Woodward.Ed Woodward has hit back at critics and backed #MUFC manager Ole Gunnar Solskjaer. He says claims non-football people make major football decisions are "a myth" and "an insult". Read: https://t.co/lAX3O1ImHvpic.twitter.com/rCWeYWnUu2 — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 „Enginn er stærri en félagið. Breytingarnar í sumar gerðu það að verkum að við erum með ungt lið en þetta er einnig lið þar sem leikmennirnir og kúltúrinn gerir það að verkum að við getum hafið nýtt ferðalag.“ Gagnrýnin á stjórn Woodward hefur meðal annars verið sú að innan félagsins sé fólk að taka ákvarðanir sem hefur ekkert vit á fótbolta. Bretanum sárnar þessi ummæli. „Það er della að við séum með fólk sem veit ekkert um fótbolta að taka ákvarðanirnar og það er móðgandi fyrir það sem frábæra fólk sem starfar fyrir félagið. Margt fólkið þar hefur verið í sama starfinu í yfir tíu ár.“ „Sumir njósnarar félagsins hafa unnið fyrir félagið í meira en 25 ára. Við höfum bætt við okkur fleiri starfsmönnum til að bæta við hópinn og við vonumst til þess að þetta skili sér á skilvirkan og afkastamikinn hátt,“ sagði Woodward. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Van der Sar vill starfa fyrir Man Utd Hollendingurinn stóri og stæðilegi er starfandi stjórnarformaður hjá Ajax en dreymir um að vinna fyrir Manchester United í náinni framtíð. 13. október 2019 11:30 Ekkert stress á Solskjær: „Þarf ekki að kaupa mér tryggingar“ Hann er rólegur Norðmaðurinn, þegar rætt er um byrjun Man. United á leiktíðinni. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Ed Woodward er í ítarlegu viðtali hjá Sky Sports en stjórnarformaðurinn hjá Manchester United hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Woodward tók þá ákvörðun að ráða Ole Gunnar Solskjær til að leysa Jose Mourinho af hólmi er hann var rekinn í desember. Manchester liðið hefur unnið fimm af síðustu 23 leikjum sínum í deildinni. Woodward og aðrir forráðamenn félagsins hafa legið undir mikilli gagnrýni og hafa borist sögusagnir af því að vinni Solskjær ekki gegn Liverpool á sunnudaginn verði hann látinn fara. Því vísar Woodward á bug. „Ole hefur einnig komið með inn í félagið gamla agann sem hefur kannski vantað síðustu ár. Hann er að byggja lið sem ber virðingu fyrir sögu félagsins þar sem leikmenn leggja mikið á sig og bera virðingu fyrir samherjum sínum,“ sagði Woodward.Ed Woodward has hit back at critics and backed #MUFC manager Ole Gunnar Solskjaer. He says claims non-football people make major football decisions are "a myth" and "an insult". Read: https://t.co/lAX3O1ImHvpic.twitter.com/rCWeYWnUu2 — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 „Enginn er stærri en félagið. Breytingarnar í sumar gerðu það að verkum að við erum með ungt lið en þetta er einnig lið þar sem leikmennirnir og kúltúrinn gerir það að verkum að við getum hafið nýtt ferðalag.“ Gagnrýnin á stjórn Woodward hefur meðal annars verið sú að innan félagsins sé fólk að taka ákvarðanir sem hefur ekkert vit á fótbolta. Bretanum sárnar þessi ummæli. „Það er della að við séum með fólk sem veit ekkert um fótbolta að taka ákvarðanirnar og það er móðgandi fyrir það sem frábæra fólk sem starfar fyrir félagið. Margt fólkið þar hefur verið í sama starfinu í yfir tíu ár.“ „Sumir njósnarar félagsins hafa unnið fyrir félagið í meira en 25 ára. Við höfum bætt við okkur fleiri starfsmönnum til að bæta við hópinn og við vonumst til þess að þetta skili sér á skilvirkan og afkastamikinn hátt,“ sagði Woodward. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van der Sar vill starfa fyrir Man Utd Hollendingurinn stóri og stæðilegi er starfandi stjórnarformaður hjá Ajax en dreymir um að vinna fyrir Manchester United í náinni framtíð. 13. október 2019 11:30 Ekkert stress á Solskjær: „Þarf ekki að kaupa mér tryggingar“ Hann er rólegur Norðmaðurinn, þegar rætt er um byrjun Man. United á leiktíðinni. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Van der Sar vill starfa fyrir Man Utd Hollendingurinn stóri og stæðilegi er starfandi stjórnarformaður hjá Ajax en dreymir um að vinna fyrir Manchester United í náinni framtíð. 13. október 2019 11:30
Ekkert stress á Solskjær: „Þarf ekki að kaupa mér tryggingar“ Hann er rólegur Norðmaðurinn, þegar rætt er um byrjun Man. United á leiktíðinni. 17. október 2019 08:00
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti