Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 20:43 Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00