Jarðarfarir geta verið gott partí Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. október 2019 08:15 Jón Gunnar Geirdal, Sóli Hólm, Baldvin Zophoniasson, Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Ragnar Eyþórsson og Laddi. Fréttablaðið/Anton Brink Brátt hefjast tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki. Söguhetjan stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Hugmyndina að handritinu fékk Jón Gunnar Geirdal fyrir nokkrum árum í vangaveltum um dauðann og tilgang lífsins. Jón Gunnar kemur einnig að því að semja handrit þáttanna ásamt miklum reynsluboltum og fagfólki, þeim Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur, Sólmundi Hólm, Baldvini Zophoníassyni, Ragnari Eyþórssyni og Kristófer Dignus sem mun leikstýra þáttunum. Þau eru fólkið sem ætlar að jarða Ladda og eru mætt á Aleppó kaffi við Tryggvagötu til að ræða um bransann og já, dauðann.Kláraði flöskunaHafið þið staðið andspænis dauðanum?Kristófer Dignus: Ég drukknaði einu sinni nærri því. Ég var að synda með pabba mínum í sjónum í Wales. Ég var táningur og hann góður sundmaður. Við vorum að metast, við syntum býsna langt frá ströndinni. Þegar við erum að synda til baka er farið að fjara út. Við festumst á sama stað, syntum og syntum en komumst ekki áfram. Ég upplifði að fara úr líkamanum. Ég sá okkur báða niðri í haffletinum að ströggla. Þá hélt ég að þetta væri búið en skyndilega fylltumst við geðveikislegum krafti og gátum synt í land. Við lágum svo úrvinda á ströndinni í að minnsta kosti klukkutíma og gátum ekki hreyft okkur.Baldvin: Það næsta sem ég hef komist því að deyja var þegar ég var á ferð í bíl frá Ýdölum í Aðaldal. Við vorum fimm í bílnum og allir sofandi. Þar með talinn ökumaðurinn! Við vorum í Víkurskarði þegar við vöknuðum í algjöru sjokki. Þarna vorum við öll í lífshættu og svo brugðið að við gátum ekki talað um þetta fyrr en fimmtán árum síðar.Laddi: Ég hef verið ansi nálægt því að deyja. Það var fyrir löngu að ég var á ferðalagi á Austfjörðum. Með hinni víðfrægu hljómsveit sem kallaðist Faxar. Við vorum á heimleið til Reykjavíkur og það var gítarleikarinn í sveitinni sem sat undir stýri. Hann hægði aldrei á sér í beygjum og ég var alltaf að rífast í honum. Hægðu á þér maður! Það kom að því að hann náði ekki einni beygjunni og skrikaði áfram að gljúfri. Þar brotnaði undan bílnum og hann nam staðar á brúninni. Ég horfði ofan í gljúfrið. Þá opnaði ég hanskahólfið og náði í séníver sem ég ætlaði að geyma til verslunarmannahelgarinnar. Ég held ég hafi klárað flöskuna!„Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni.“Fréttablaðið/Anton BrinkÞróaði með sér ótta við línuskautaEruð þú og þessi gítarleikari vinir í dag?Laddi: Nei, það erum við ekki!Hekla Elísabet: Ég hef aldrei staðið andspænis dauðanum. Þótt ég hafi kannski haldið það því ég er haldin miklum heilsukvíða og held reglulega að ég sé að deyja. Þættirnir Six Feet Under kveiktu líklega á þessum kvíða. Í hverjum þætti deyja söguhetjur á einhvern furðulegan hátt. Ég þróaði því með mér ótta við skrýtna hluti eins og til dæmis að fara á línuskauta og í leikhús.Sóli: Ég hef reyndar líka nærri því drukknað en það var ekki mjög hetjulegt eins og þegar Kristófer komst lífs af. Ég dreif hreinlega ekki út í bauju þar sem ég var að synda úti í Cannes. Ég hef í raun ekki staðið andspænis dauðanum, því krabbameinið sem ég greindist með var auðlæknanlegt. Það voru 95% líkur á því að ég myndi ná bata. Sterkt á pappírum! En ég hugsaði samt um dauðann og ef til vill í lengri tíma en margir aðrir. Þær pælingar sem ég gekk í gegnum vona ég að hafi gagnast við handritsskrifin.Að fá leyfi til að brosaJón Gunnar: Mér fannst einstakt að fylgjast með því hvernig Sóli tókst á við sín veikindi og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Sem hann gerði skil í uppistandi sem allir græddu á. Það er fólki dýrmætt að ræða um jafn alvarleg málefni og krabbamein og dauðann á léttu nótunum. Fólki léttir og finnst gott að fá leyfi til að brosa og hlæja. Það er tabú að ræða dauðann og sú umræða er einhvern veginn alltof oft á hátíðlegum nótum. Það þarf að opna umræðuna eins og ég held að Sóli hafi svolítið gert.Sóli: Ég fékk mikil viðbrögð við uppistandinu og mér þótti afar vænt um þau. En ég gætti mín, því þegar allt kemur til alls er ekkert fyndið að greinast með krabbamein eða að deyja. En það eru kringumstæðurnar sem geta verið skoplegar. Og hláturinn getur svona létt undir, mér fannst góð tilhugsun að ef til vill væri einhver sem stæði frammi fyrir lyfjameðferð sem hefði gagn af því. Að það væri ekki jafn ógnvænlegt. En ómeðvitað þá notar maður þessar hugleiðingar sem kvikna í veikindum eða því að hugsa um dauðann í öllu sem maður gerir.Besta partýiðAf hverju er það enn tabú haldið þið? Að ræða dauðann?Ragnar: Það ætti ekki að vera tabú að ræða þetta. Eitt sem mörgum finnst erfitt að ræða er þegar manni verður létt fyrir hönd þeirra sem eru alvarlega þjáðir og veikir, eiga enga von um lækningu og fá hvíld.Hekla Eísabet: Margir fyllast tilgangsleysistilfinningu af því að hugsa um dauðann. Hugsa með sér, til hvers er þetta þá allt?En gefur dauðinn ekki líka tilgang?Hekla Elísabet: Jú, það er rétt.Baldvin: Það sem drepur dauðann í okkar samfélagi eru jarðarfarir. 90% jarðarfara sem ég hef farið í eru leiðinlegar og þvingaðar. Presturinn heldur ræðu sem er sjaldan í takti við manneskjuna sem er verið að jarða. En það eru á þessu undantekningar. Ég fór fyrir nokkrum árum í jarðarför mömmu vinar míns. Hún var haldin í sal en ekki í kirkju. Börn og barnabörn klifruðu upp á kistuna og settu teikningar handa ömmu í kistuna. Bob Dylan var á fóninum. Athöfnin varð persónuleg og við áttum góða stund. En þetta getur verið alveg glötuð athöfn.Hekla: Besta partí sem ég hef farið í var jarðarför. Við vorum að kveðja góðan vin sem hafði valið tónlistina sjálfur. Hann setti mark sitt á partíið.Jón Gunnar: Vinur minn dó úr krabbameini fyrr á þessu ári. Hann var mikill kvikmyndaunnandi, búinn að sérvelja lögin. Það var góð upplifun. Maður fagnar lífinu þegar maður minnist þeirra látnu.Að skipuleggja eigin jarðarförJá, ætti fólk kannski bara að skipuleggja eigin jarðarför? Svo þetta verði ekki glatað allt saman?Jón Gunnar: Já, ég held að margir séu með hugmyndir um hvernig þeir vilja hafa eigin jarðarför.Kristófer: En ég held líka að margir þori ekki að festa hugmyndir á blað og finnist þeir þá vera að ögra dauðanum.Hekla: Ég er búin að segja vinum mínum hvaða lög ég vil hafa í minni jarðarför. En ég get ekki sett það á blað, finnst þá eins og ég sé að bjóða dauðanum heim til mín.Jón Gunnar: Það er eitthvað óþægilegt við það að skipuleggja eigin endalok. En samt. Væri það ekki góð hugmynd? Það finnst að minnsta kosti söguhetjunni.Ragnar: Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við Jón Gunnar skrifum um jarðarför. Fyrsta verkefnið sem við unnum saman var handrit að „road trip“ bíómynd sem fjallaði um hóp manna sem fara með lík vinar síns þvert yfir landið og lenda í alls konar veseni á leiðinni. Myndin endaði svo á geggjuðu partíi í kirkjunni. Þar sáum við að jarðarfarir þurfa ekki að vera leiðinlegar heldur eru þær frekar tækifæri til þess að fagna lífinu. Svo hugsuðum við hvernig það væri ef líkið sjálft fengi að taka þátt í skemmtuninni. Það væri engin jarðarför eins frábær og hjá manneskju sem væri sjálf að skipuleggja hana.Hvernig kom hugmyndin til þín Jón Gunnar?Jón Gunnar: Hún kom einmitt úr þessum þankagangi. Hvort maður myndi ekki vilja hafa áhrif á sína síðustu veislu. Hvort maður myndi ekki vilja sjálfur vera viðstaddur jarðarförina sína og kveðja sína nánustu. En um leið og hugmyndin fæddist þá var aðalleikarinn ákveðinn í huga mínum. Fá ástsælasta gamanleikara þjóðarinnar sl. 50 ár til að leika hlutverkið sem mér finnst þjóðin eiga inni hjá honum. Þetta er brosmild saga um krabbamein, dauða, jarðarfarir og þessa dásamlega skrýtnu og skemmtilegu fjölskyldu sem við öll þekkjum og elskum. Allir þekkja einhvern sem er að ganga í gegnum erfið veikindi. Systir mín greindist með krabbamein í annað sinn og er nú að glíma við það. Ég finn mjög sterkt hvað það er nauðsynlegt að halda í gleðina og húmorinn í svona aðstæðum.Hvernig er að vinna svona mörg saman, eruð þið ekki alltaf að rífast?Baldvin: Við settumst niður og rifum þetta í okkur. Spóluðum okkur í gegnum framvinduna í gegnum sex þætti.Kristófer: Hugmyndin er svo sterk. Við vissum öll um hvað þetta er frá byrjun. Við erum með mann sem ætlar að deyja en hann ætlar að vera viðstaddur eigin jarðarför.Hekla: Ég hef aldrei verið í svona teymi og það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel því við komum öll úr mismunandi áttum og erum með mismunandi sýn á lífið.Góður andi yfir verkefninuÞannig að þið hafið ekki unnið saman áður?Sóli: Nei, en bransinn finnur alltaf leið til að tengja fólk saman. Ég held að það sé að vissu leyti gott að við höfum ekki unnið saman áður. Við rökstyðjum og útskýrum hugmyndir okkar betur. Þegar maður þekkir vel þá sem maður vinnur með á maður til að gera það ekki. Við rerum öll í sömu átt og það er ótrúlega fallegur og góður andi yfir þessari seríu. Og ég veit ekki hvort ég hef endilega gert mér grein fyrir því í upphafi hvernig þetta myndi fara. Þetta er mjög gott handrit, bara spurning um hvernig þetta verður leikið!Laddi: Já! Það er nú það!Baldvin: En það er rétt sem Sóli segir, það er góður andi yfir þessu því þó að við séum að skrifa gamanþætti þá nálgumst við öll viðfangsefnið af mikilli virðingu. Því jú, þetta er grín en við erum ekki að gera grín að dauðanum.Þættirnir verða frumsýndir hjá Símanum á næsta ári. RÚV var að frumsýna Pabbahelgar. Er metnaður og gróska í íslenskri sjónvarpsþáttagerð?Kristófer: Sjónvarp Símans er að koma mjög sterkt inn og svolítið að blása í lúðrana. Það mun hafa góð áhrif á alla keppinauta.Baldvin: Keppinautar eru að gera það sama. Við erum komin með aðila sem ætla að spýta í lófana.Ragnar: Það er nefnilega þannig að til þess að öflug innlend þáttagerð þrífist þá er ekki hægt að reiða sig á styrki. Margar seríur stranda á styrkjum. En Síminn er að hjóla í þetta og það er vel.En Laddi hvað finnst þér? Myndir þú vilja gera þetta eins og söguhetjan sem þú leikur? Skipuleggja sjálfur eigin jarðarför?Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni.Jón Gunnar: Já, það þarf náttúrulega að jarða þá alla. Eirík Fjalar, Martein Mosdal og restina. Legsteinninn verður þriggja metra hár! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Brátt hefjast tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki. Söguhetjan stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Hugmyndina að handritinu fékk Jón Gunnar Geirdal fyrir nokkrum árum í vangaveltum um dauðann og tilgang lífsins. Jón Gunnar kemur einnig að því að semja handrit þáttanna ásamt miklum reynsluboltum og fagfólki, þeim Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur, Sólmundi Hólm, Baldvini Zophoníassyni, Ragnari Eyþórssyni og Kristófer Dignus sem mun leikstýra þáttunum. Þau eru fólkið sem ætlar að jarða Ladda og eru mætt á Aleppó kaffi við Tryggvagötu til að ræða um bransann og já, dauðann.Kláraði flöskunaHafið þið staðið andspænis dauðanum?Kristófer Dignus: Ég drukknaði einu sinni nærri því. Ég var að synda með pabba mínum í sjónum í Wales. Ég var táningur og hann góður sundmaður. Við vorum að metast, við syntum býsna langt frá ströndinni. Þegar við erum að synda til baka er farið að fjara út. Við festumst á sama stað, syntum og syntum en komumst ekki áfram. Ég upplifði að fara úr líkamanum. Ég sá okkur báða niðri í haffletinum að ströggla. Þá hélt ég að þetta væri búið en skyndilega fylltumst við geðveikislegum krafti og gátum synt í land. Við lágum svo úrvinda á ströndinni í að minnsta kosti klukkutíma og gátum ekki hreyft okkur.Baldvin: Það næsta sem ég hef komist því að deyja var þegar ég var á ferð í bíl frá Ýdölum í Aðaldal. Við vorum fimm í bílnum og allir sofandi. Þar með talinn ökumaðurinn! Við vorum í Víkurskarði þegar við vöknuðum í algjöru sjokki. Þarna vorum við öll í lífshættu og svo brugðið að við gátum ekki talað um þetta fyrr en fimmtán árum síðar.Laddi: Ég hef verið ansi nálægt því að deyja. Það var fyrir löngu að ég var á ferðalagi á Austfjörðum. Með hinni víðfrægu hljómsveit sem kallaðist Faxar. Við vorum á heimleið til Reykjavíkur og það var gítarleikarinn í sveitinni sem sat undir stýri. Hann hægði aldrei á sér í beygjum og ég var alltaf að rífast í honum. Hægðu á þér maður! Það kom að því að hann náði ekki einni beygjunni og skrikaði áfram að gljúfri. Þar brotnaði undan bílnum og hann nam staðar á brúninni. Ég horfði ofan í gljúfrið. Þá opnaði ég hanskahólfið og náði í séníver sem ég ætlaði að geyma til verslunarmannahelgarinnar. Ég held ég hafi klárað flöskuna!„Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni.“Fréttablaðið/Anton BrinkÞróaði með sér ótta við línuskautaEruð þú og þessi gítarleikari vinir í dag?Laddi: Nei, það erum við ekki!Hekla Elísabet: Ég hef aldrei staðið andspænis dauðanum. Þótt ég hafi kannski haldið það því ég er haldin miklum heilsukvíða og held reglulega að ég sé að deyja. Þættirnir Six Feet Under kveiktu líklega á þessum kvíða. Í hverjum þætti deyja söguhetjur á einhvern furðulegan hátt. Ég þróaði því með mér ótta við skrýtna hluti eins og til dæmis að fara á línuskauta og í leikhús.Sóli: Ég hef reyndar líka nærri því drukknað en það var ekki mjög hetjulegt eins og þegar Kristófer komst lífs af. Ég dreif hreinlega ekki út í bauju þar sem ég var að synda úti í Cannes. Ég hef í raun ekki staðið andspænis dauðanum, því krabbameinið sem ég greindist með var auðlæknanlegt. Það voru 95% líkur á því að ég myndi ná bata. Sterkt á pappírum! En ég hugsaði samt um dauðann og ef til vill í lengri tíma en margir aðrir. Þær pælingar sem ég gekk í gegnum vona ég að hafi gagnast við handritsskrifin.Að fá leyfi til að brosaJón Gunnar: Mér fannst einstakt að fylgjast með því hvernig Sóli tókst á við sín veikindi og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Sem hann gerði skil í uppistandi sem allir græddu á. Það er fólki dýrmætt að ræða um jafn alvarleg málefni og krabbamein og dauðann á léttu nótunum. Fólki léttir og finnst gott að fá leyfi til að brosa og hlæja. Það er tabú að ræða dauðann og sú umræða er einhvern veginn alltof oft á hátíðlegum nótum. Það þarf að opna umræðuna eins og ég held að Sóli hafi svolítið gert.Sóli: Ég fékk mikil viðbrögð við uppistandinu og mér þótti afar vænt um þau. En ég gætti mín, því þegar allt kemur til alls er ekkert fyndið að greinast með krabbamein eða að deyja. En það eru kringumstæðurnar sem geta verið skoplegar. Og hláturinn getur svona létt undir, mér fannst góð tilhugsun að ef til vill væri einhver sem stæði frammi fyrir lyfjameðferð sem hefði gagn af því. Að það væri ekki jafn ógnvænlegt. En ómeðvitað þá notar maður þessar hugleiðingar sem kvikna í veikindum eða því að hugsa um dauðann í öllu sem maður gerir.Besta partýiðAf hverju er það enn tabú haldið þið? Að ræða dauðann?Ragnar: Það ætti ekki að vera tabú að ræða þetta. Eitt sem mörgum finnst erfitt að ræða er þegar manni verður létt fyrir hönd þeirra sem eru alvarlega þjáðir og veikir, eiga enga von um lækningu og fá hvíld.Hekla Eísabet: Margir fyllast tilgangsleysistilfinningu af því að hugsa um dauðann. Hugsa með sér, til hvers er þetta þá allt?En gefur dauðinn ekki líka tilgang?Hekla Elísabet: Jú, það er rétt.Baldvin: Það sem drepur dauðann í okkar samfélagi eru jarðarfarir. 90% jarðarfara sem ég hef farið í eru leiðinlegar og þvingaðar. Presturinn heldur ræðu sem er sjaldan í takti við manneskjuna sem er verið að jarða. En það eru á þessu undantekningar. Ég fór fyrir nokkrum árum í jarðarför mömmu vinar míns. Hún var haldin í sal en ekki í kirkju. Börn og barnabörn klifruðu upp á kistuna og settu teikningar handa ömmu í kistuna. Bob Dylan var á fóninum. Athöfnin varð persónuleg og við áttum góða stund. En þetta getur verið alveg glötuð athöfn.Hekla: Besta partí sem ég hef farið í var jarðarför. Við vorum að kveðja góðan vin sem hafði valið tónlistina sjálfur. Hann setti mark sitt á partíið.Jón Gunnar: Vinur minn dó úr krabbameini fyrr á þessu ári. Hann var mikill kvikmyndaunnandi, búinn að sérvelja lögin. Það var góð upplifun. Maður fagnar lífinu þegar maður minnist þeirra látnu.Að skipuleggja eigin jarðarförJá, ætti fólk kannski bara að skipuleggja eigin jarðarför? Svo þetta verði ekki glatað allt saman?Jón Gunnar: Já, ég held að margir séu með hugmyndir um hvernig þeir vilja hafa eigin jarðarför.Kristófer: En ég held líka að margir þori ekki að festa hugmyndir á blað og finnist þeir þá vera að ögra dauðanum.Hekla: Ég er búin að segja vinum mínum hvaða lög ég vil hafa í minni jarðarför. En ég get ekki sett það á blað, finnst þá eins og ég sé að bjóða dauðanum heim til mín.Jón Gunnar: Það er eitthvað óþægilegt við það að skipuleggja eigin endalok. En samt. Væri það ekki góð hugmynd? Það finnst að minnsta kosti söguhetjunni.Ragnar: Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við Jón Gunnar skrifum um jarðarför. Fyrsta verkefnið sem við unnum saman var handrit að „road trip“ bíómynd sem fjallaði um hóp manna sem fara með lík vinar síns þvert yfir landið og lenda í alls konar veseni á leiðinni. Myndin endaði svo á geggjuðu partíi í kirkjunni. Þar sáum við að jarðarfarir þurfa ekki að vera leiðinlegar heldur eru þær frekar tækifæri til þess að fagna lífinu. Svo hugsuðum við hvernig það væri ef líkið sjálft fengi að taka þátt í skemmtuninni. Það væri engin jarðarför eins frábær og hjá manneskju sem væri sjálf að skipuleggja hana.Hvernig kom hugmyndin til þín Jón Gunnar?Jón Gunnar: Hún kom einmitt úr þessum þankagangi. Hvort maður myndi ekki vilja hafa áhrif á sína síðustu veislu. Hvort maður myndi ekki vilja sjálfur vera viðstaddur jarðarförina sína og kveðja sína nánustu. En um leið og hugmyndin fæddist þá var aðalleikarinn ákveðinn í huga mínum. Fá ástsælasta gamanleikara þjóðarinnar sl. 50 ár til að leika hlutverkið sem mér finnst þjóðin eiga inni hjá honum. Þetta er brosmild saga um krabbamein, dauða, jarðarfarir og þessa dásamlega skrýtnu og skemmtilegu fjölskyldu sem við öll þekkjum og elskum. Allir þekkja einhvern sem er að ganga í gegnum erfið veikindi. Systir mín greindist með krabbamein í annað sinn og er nú að glíma við það. Ég finn mjög sterkt hvað það er nauðsynlegt að halda í gleðina og húmorinn í svona aðstæðum.Hvernig er að vinna svona mörg saman, eruð þið ekki alltaf að rífast?Baldvin: Við settumst niður og rifum þetta í okkur. Spóluðum okkur í gegnum framvinduna í gegnum sex þætti.Kristófer: Hugmyndin er svo sterk. Við vissum öll um hvað þetta er frá byrjun. Við erum með mann sem ætlar að deyja en hann ætlar að vera viðstaddur eigin jarðarför.Hekla: Ég hef aldrei verið í svona teymi og það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel því við komum öll úr mismunandi áttum og erum með mismunandi sýn á lífið.Góður andi yfir verkefninuÞannig að þið hafið ekki unnið saman áður?Sóli: Nei, en bransinn finnur alltaf leið til að tengja fólk saman. Ég held að það sé að vissu leyti gott að við höfum ekki unnið saman áður. Við rökstyðjum og útskýrum hugmyndir okkar betur. Þegar maður þekkir vel þá sem maður vinnur með á maður til að gera það ekki. Við rerum öll í sömu átt og það er ótrúlega fallegur og góður andi yfir þessari seríu. Og ég veit ekki hvort ég hef endilega gert mér grein fyrir því í upphafi hvernig þetta myndi fara. Þetta er mjög gott handrit, bara spurning um hvernig þetta verður leikið!Laddi: Já! Það er nú það!Baldvin: En það er rétt sem Sóli segir, það er góður andi yfir þessu því þó að við séum að skrifa gamanþætti þá nálgumst við öll viðfangsefnið af mikilli virðingu. Því jú, þetta er grín en við erum ekki að gera grín að dauðanum.Þættirnir verða frumsýndir hjá Símanum á næsta ári. RÚV var að frumsýna Pabbahelgar. Er metnaður og gróska í íslenskri sjónvarpsþáttagerð?Kristófer: Sjónvarp Símans er að koma mjög sterkt inn og svolítið að blása í lúðrana. Það mun hafa góð áhrif á alla keppinauta.Baldvin: Keppinautar eru að gera það sama. Við erum komin með aðila sem ætla að spýta í lófana.Ragnar: Það er nefnilega þannig að til þess að öflug innlend þáttagerð þrífist þá er ekki hægt að reiða sig á styrki. Margar seríur stranda á styrkjum. En Síminn er að hjóla í þetta og það er vel.En Laddi hvað finnst þér? Myndir þú vilja gera þetta eins og söguhetjan sem þú leikur? Skipuleggja sjálfur eigin jarðarför?Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni.Jón Gunnar: Já, það þarf náttúrulega að jarða þá alla. Eirík Fjalar, Martein Mosdal og restina. Legsteinninn verður þriggja metra hár!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira