Óvíst hvenær Björn snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 09:00 Björn lætur rigna í leik með KR á síðustu leiktíð Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15